Það er komið að því

Úfff, jæja það er komið að því. Við förum í fyrramálið kl 09, laugardagurinn 30.desember, dagur sem við höfum beðið eftir. 

Það hefur gengið á ýmsu síðustu daga og við höfum þurft að hafa okkur öll við að skrúfa hausinn rétt á. Það er dálítið átak að rífa alla upp með rótum og hefja þetta ferðalag. dagarnir milli jóla og nýárs hafa eingöngu farið í að ganga frá öllu og sem betur fer höfum við haft góða að til að aðstoða með krakkana og öll verkin. Höfum ekki náð að vera í þeim jólaanda sem við erum oftast í. En allir eru brattir og spenntir, en auðvitað örlar fyrir kvíða líka. 

Þetta er þannig verkefni að maður þarf að ná að sleppa tökunum á öllu sem maður telur vera norm og taka bara einn dag í einu. Það er allavegana mottóið hjá okkur núna. Við erum með 7 stórar töskur, 5 í handfarangri, kerru og eitt stykki reiðhjól meðferðis. Skrýtið að hugsa til þess að það eigi að vera nóg fyrir okkur öll svona miða við draslið sem maður er búinn að fara í gegnum, maður lifandi hvað maður getur hangið á miklum óþarfa.

Þetta er pínu skrítinn tími og það náði toppi (hingað til) þegar við vorum búin að tæma íbúðina og vissum að þangað vorum við ekki að snúa aftur. Höfum búið þarna í rúm 9 ár og því eðlilega margar minningar sem tengjast henni. En það góða er að við erum að fara að skapa nýjar og frábærar minningar. Það er auður að geta ferðast, skoðað og lært á lífið með margbreytilegu sjónarhorni. 

Næsta blogg sem verður skrifað verður skrifað á svölunum heima á Calle Galicia, Costa Adeje. Getið líka fylgst með á Snappinu mínu, Svalik.  Bestu kveðjur í bili, Svali og co. 

Snapchat-2079874431

 


Tólf dagar og vinna í höfn

Ég er himinn lifandi, fékk staðfest í dag að ég er kominn með vinnu á Tenerife. Mun semsagt fara að gera allt það sem mér finnst skemmtilegt og fá greitt fyrir það. Já, hreyfiferðir í boði fyrir viðskiptavini Vita. 

Ég semsagt fer stratenehjólx af stað þegar út er komið í að finna hentugar hjóla og hlaupaleiðir ásamt því að finna aðra skemmtun sem hentar flestum á Tenerife og munu Vita farþegar geta gengið að því vísu í vetur.  Það örlar fyrir spenningi á heimilinu þessi misserin, því nú eru bara(þegar þetta er skrifað) 12 dagar í að við förum. Maður er búinn að pranga töskum inná alla sem við þekkjum og eru á leiðinni til Tenerife um jólin. Sængurnar, íþróttafötin ,sundskýlurnar og þetta helsta semsagt komið í töskur. 

Svo er reyndar annað verkefni sem kemur í ljós á næstu dögum sem gæti tekið við á nýju ári í viðbót við Vita verkefnið :-) 

Snappið: svalik 

 

 

 


Yes, íbúðin er klár.

Það var /%#%#/&/(%$ mikið. Loksins búin að klófesta íbúð í Adeje þorpinu, aðeins frá öllum skarkalanum. Akkúrat það sem okkur langaði, held ég. En vá hvað þetta er búið að vera erfitt, það er svo þétt setið um allar íbúðir og eyjaskeggjar ekkert sérstaklega að taka tillit til þeirra sem eru ekki á svæðinu og vilja bara ganga frá þessum málum í gegnum netið og síma. Það er mikið mildi að við þekkjum nokkur góð á eyjunni sem tóku málin í sínar hendur og redduðu okkur. 

Íbúðin er vonandi frábær, við höfum nefnilega ekki séð hana nema í stutta stund í myndsímtali. Það náðist ekki að taka myndir af henni því hún var eiginlega ekki komin á leigu þegar við fréttum af henni. En það hefði ekki gerst ef að við hefðum ekki haft fólk á staðnum. Tenerife er nefnilega orðin óheyrilega vinsæl hjá ferðalöngum til langs og skemmri tíma. T.d kíktum við á eina íbúð í vikunni og við vorum nr 15 í röðinni að skoða hana. Ef þú hélst að markaðurinn hér heima væri erfiður þá er það mikill misskilningur. En þetta gekk og við erum alsæl. Hver er ástæðan fyrir því að allt er á súðum á íbúðamarkaðnum? Sennilega það að Tyrkland, Grikkland og fl lönd þar á slóðum eru að ganga í gegnum erfiða tíma, ófrið í landinu eða efnahags hrun. Það gerir það að verkum að Tenerife hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vinsæl. 

Leiguverðið er hátt miðavið t.d bara í fyrra, og það kemur bara til með að hækka meðan ófriður er enn á sumum stöðum í Miðjarðarhafinu. En samt sem áður er verðið grín í samanburði við það sem er að gerast hér heima. Þá er bara að byrja að pakka í þær töskur sem við getum sent út á undan okkur. Einhver á leiðinni til Tene og langar að taka eina til tvær töskur með sér? :-)  Ég er svo með SnapChat þar sem ég mun leyfa öllum að fylgjast með sem vilja. SnapChat: svalik  

Þangað til næst, bestu kveðjur .spaniaspánn


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband